
Félagar í stúkunni Mörk standa fyrir sómatískri samveruhelgi en í þetta sinn tengjum við hana við Dísablót. Á Íslandi til forna var í lok október haldin hátíð sem kölluð var veturnætur og þá var haldið dísablót á Norðurlöndum (disting) til heiðurs formæðrum og kvenkyns andaverum. Helgin hefst á föstudagskvöldið kl 20:00 með sánagusu í Sækoti við Ægissíðu þar sem trillukarlar höfðu áður aðstöðu. Margrét Hugrún gusumeistari og mannfræðingur mun leiða þátttakendur í gegnum endurnærandi og heilandi athöfn þar sem hita, kulda, ilmi og tónlist er blandað saman eftir kúnstarinnar reglum. Athugið að hámark 18 þátttakendur geta verið með í gusunni og að greiða þarf þátttökugjald. Skráning fer fram á Saekot.is og verður auglýst betur þegar nær dregur.

Dagskráin hefst á því að Eva Rós Gústavsdóttir, jógakennari og meistaranemi í sálfræði, leiðbeinir okkur í gegnum öndunaræfingar. Því næst leiðir Kolbrún Kolbeinsdóttir, kynjafræðingur, hugleiðslu tengda formæðrum sem Margrét Hugrún skrifar og að lokum tekur Kvika Föld við og leiðir okkur í gegn um heilandi dans. Að endingu förum við upp á efri hæð og gæðum okkur á veitingum. Kvika Föld er Movement Medicine kennari, dansari og myndlistarkona. Hún er fædd og uppalin í Transilvaníu og bjó um árabil í Svíþjóð en síðustu rúm tuttugu árin hefur hún búið á Ísland. Um Movement Medicine aðferðina: Hreyfing er lækning. *Movement Medicine* er aðferð sem byggir á því að við getum komist í tengingu við líkamann, jörðina; öll frumefnin 5, umhverfið og tilveruna með því að leyfa líkamanum að hreyfa sig við tónlist. Það er andleg lækning í dansi enda er dansinn ein af aðferðunum sem notaðar hafa verið af mannkyninu um aldir alda til að komast í samband við æðri vitundarstig.

Hér mun Vigdís Steinþórsdóttir fjalla um tíðnihækkun sem við erum að ganga í gegnum og því sem má búast við í framtíðinni. Upplyfting andans með bjartari tíð og blóm í haga, kærleik og frið. Framtíð sem við sköpum með jákvæðni og hreinsun líkama af fortíðar áföllum. Einnig hvernig tíðnihækkunin tekur á líkamann. Vitnað er í bækurnar Gullna framtíðin eftir Díönu Cooper og Handan dyra eftir Alexis Cartwright

Sungin verða bæði innlend og erlend lög. Melkorka Edda Freysteinsdóttir verður með hugleiðingu og samsöng.

Örlög mannkyns eru um þessar mundir að taka á sig mynd heimskreppu, sem í formi atvinnuleysis, fátæktar, heilsubrests, byltinga, fósturdrápa, morða, sjálfsvíga, lasta, afbrigðileika, óhamingjusamra hjónabanda, trúleysis og geðsjúkdóma, eru byrði í svo vaxandi mæli að alls engin manneskja, getur til lengri tíma litið, verið ósnortin af henni. Stríð og styrjaldir herja á mannkynið og eru meira og minna sjálfsköpuð. Maður myndi halda að það væri því algjörlega nauðsynlegt að öðlast fullkomna yfirsýn yfir hvað það er sem raunverulega er að gerast, ekki aðeins er það gagnlegt heldur verður það í raun algjörlega nauðsynlegt, ef yfirhöfuð á að vera hægt að leiða þessa kreppu til lykta. Mannkynið hefur kirkjur, musteri, spámenn og heimslausnara, þar sem hið mikla boðorð: „Elskið hver annan“ eða „Hver sem sverði bregður, mun fyrir sverði falla“ hefur í árþúsundir verið boðað sem vegurinn til lífsins, en engu að síður sýnir það afburða snilld við framleiðslu morðtóla og stríðsvéla. Svo ef mannkynið hefði algjöra yfirsýn yfir eigin mátt, og ef við drægjum mannkynið saman í einstakling þá myndum við segja um þann sama einstakling að hann væri ekki heill á geði og því myndi öll sálgreining hans sýna fram á, að slíkur einstaklingur væri gjörsamlega snarbrjálaður og afbrigðilegur og ætti frekar heima á geðheilbrigðisstofnun. En sem betur fer er þetta ekki raunin. Núverandi eymdarástand alls mannkynsins er því spurning um þróun. Það er því ekki hægt að kenna nokkrum um. Það er byggt á núverandi kerfi. Og maður getur ekki krafist þess, að það sýni hærri hugsjónastefnu eða þróunarstig, en það sem hin mannlega meðalvitund hefur þegar náð og myndar einmitt núverandi stöðu þess.

Nútímavísindin eru enn langt frá því að geta rökstutt vísindalega hina miklu niðurstöðu: „Allt er harla gott“. Rannsóknarsvið þeirra er of takmarkað og staðbundið til að þau geti numið hið allsherjar heimsskipulag. Getur mannkynið þá öðlast sýn á þessa heimsáætlun og þar með lært að starfa í samræmi við hana og komast í sátt við lífið? – En jarðarmanneskjan, sem þekkir enn aðeins efnislega líkama sinn og telur sig eitt með honum, hlýtur að verða fórnarlamb blekkingarinnar um að dauðinn sé eyðing tilverunnar eða endalok lífsins. Hvað dauðann varðar, þá er hann – þegar hann á sér stað á eðlilegan hátt – í raun atburður ljóssins sem aðeins er ástæða til að fagna. Það eina sem gerist er að hinn svokallaði „dauði“ er lausn undan slitnum og úrsérgengnum líkama. En samkvæmt Martinusi er alheimurinn lifandi vera með vitund, byggður upp af lifandi verum. Vitund sem samanstendur af hugsun og visku. Þessi "lifandi vitund" skipuleggur og skapar rökrétt samhengi gagnvart öllu sem er lifandi.

Margt fólk af öllum stigum víða um heiminn hefur vitnað í orð þessa mikla skálds sem afkastaði svo miklu á sínum ferli, en fáir hafa litið á hann sem andlegan fræðara eða andlega uppljómaða manneskju með tengingu við eitthvað miklu stærra en egó dauðlegs manns. Margt hefur leikskáldið látið persónur sínar brjóta heilann um eða lagt þeim ýmis orð í munn sem hafa orðið að fleygum setningum með djúpa og yfirskilvitlega merkingu. Valgeir Skagfjörð, leikari, leikskáld og leikstjóri hefur rýnt í verk Shakespeares og komst að ýmsu varðandi andleg málefni og guðspekilega nálgun hans á lífið og tilveruna. Valgeir ætlar að vera með erindi um hinn andlega Shakespeare og velta upp spurningunni um hvort skáldjöfurinn frá Stratford talar til okkar enn þann dag í dag og hvort efni verka hans eigi erindi við okkur á tímum gervigreindar og algóritma. Valgeir flytur kynningu á dagskránni föstudaginn 28. nóvember en aðaldagskráin verður laugardaginn 29.nóvember. Verður dagskráin einskonar Shakespeare-kokteill hvar hann lætur gamminn geysa um harmleiki og skopleiki - sonnettur og söngva. Allt til þess að varpa ljósi á hvað Shakespeare getur verið skemmtilegur, skrýtinn, hinsegin, kynsegin, veikur fyrir því að njóta þess sem móðir jörð hefur upp á að bjóða og sýnt okkur sannleikann um okkur sjálf, þessar vanmáttugu tvífættu verur sem halda að lífið sé annað hvort þjáning eða hamingja en það er einmitt þarna einhvers staðar mitt á milli. Allir og öll velkomin á meðan húsrúm leyfir.