LÖG ÍSLANDSDEILDAR LÍFSPEKIFÉLAGSINS

1. gr.

Íslandsdeidin er óaðskiljanlegur hluti heildarsamtaka Lífspekifélagsins (The Theosophical

Society), stofnað í New York, Bandaríkjunum, 17. nóvember 1875, og viðurkennt sem

lögaðili í Chennai, Indlandi, 3. apríl 1905, sem hefur aðalstöðvar sínar í Adyar, Chennai,

Indlandi. Deildin hefur vald til að setja eigin lög sem mega þó aldrei vera ósamþýðanleg

lögum Lífspekifélagsins. Allar breytingar á lögum verður að leggja undir forsetann til

samþykkis, sbr. grein 37 í lögum Lífspekifélagsins, og skulu taka gildi ef ekki hefur verið

neitað um samþykki innan níu mánaða frá viðurkenningu á móttöku. Lög Lífspekifélagsins

skulu gilda um hvert það málefni sem lög Íslandsdeildarinnar taka ekki til. Íslandsdeildin

lýtur allsherjarlögsögn Lífspekifélagsins, en deildinni lúta aftur allar stúkur og deildarfélagar

á Íslandi, nema öðruvísi kunni að verða fyrir mælt af forseta Lífspekifélagsins.

2. gr.

Tilgangur félagsins er sá, að kynna stefnuskrá Lífspekifélagsins.

Stefnuskrá félagsins felur eftirfarandi atriði í sér:

1. Að móta kjarna úr allsherjar bræðralagi mannkynsins, án tillits til kynstofna, trúarskoðana,

kynferðis, stétta eða hörundslitar.

2. Að hvetja menn til að leggja stund á samanburð trúarbragða, heimspeki og náttúruvísindi.

3. Að rannsaka óskilin náttúrulögmál og öfl þau, er leynast með mönnum.

FÉLAGAR

3. gr.

Öllum er heimil innganga í félagið, svo framarlega að þeir hafi undirritað umsókn þar að

lútandi á umsóknareyðublað félagsins. Þeir þurfa að hafa náð lögaldri. Meðlimir, sem eigi

leita upptöku í ákveðna stúku, eru nefndir deildarfélagar og skulu hafa meðmæli

deildarforsetans (the General Secretary’s).

4. gr.

Þeir, sem æskja að gerast deildarfélagar, snúi sér til deildarforsetans (the General Secretary)

þar að lútandi, en hinir til formanns þeirrar stúku, sem þeir æskja upptöku í.

Ef félaga er vísað úr deildinni hefur hann rétt á að áfrýja þeirri ákvörðun til forseta

Lífspekifélagsins.

5. gr.

Nýir félagar eru skráðir á félagaskrá deildarinnar og fá um leið upptökuskírteini frá

deildarforsetanum (the General Secretary).

6. gr.

Vilji menn ganga úr félaginu, skulu þeir senda deildarforseta (the General Secretary) eða

hlutaðeigandi stúkuformanni skriflega úrsögn ásamt upptökuskírteini sínu.

STÚKUR

7. gr.

Félagsmönnum er heimilt að stofna stúkur sín á meðal til þess að efla samvinnu og

bræðralag, og öðlast þær lögheimild og viðurkenningu innan félagsins jafnskjótt og þær hafa

fengið stofnskrá sína frá deildarforsetanum (the General Secretary).

8. gr.

Stofnskrá nýrrar stúku er því aðeins látin í té, að 7 félagar að minnsta kosti beiðist þess.

Eigi má leggja niður stúku án samþykkis deildar-stjórnarinnar meðan einhver félagsmanna vill

halda henni við líði, enda þótt eigi sé nema einn einasti maður.

Sé stúku lögð niður eða rofin, renna eignir hennar til félagsdeildar.

Verði stúku lögð niður hefur hún rétt á að áfrýja þeirri ákvörðun til forseta Lífspekifélagsins.

9. gr.

Stúkurnar ráða sjálfar lögum sínum, að því tilskildu, að engin ákvæði þeirra fari í bága við

allsherjarlög félagsins né þessi lög, enda séu þau staðfest af deildarforsetanum (the General

Secretary) áður en þau nái að ganga í gildi.

10. gr.

Innan loka aprílmánaðar skal sérhver stúkuformaður senda deildarforsetanum (the General

Secretary) skýrslu um starfsemi stúkunnar á undangengnu ári, að meðtöldum aprílmánuði,

ásamt skrá um alla félaga stúkunnar og heimilisfang þeirra.

STJÓRN OG STARFSMENN O.FL.

11. gr.

Stjórn deildarinnar gegnir störfum, sem nánar segir fyrir um í lögum þessum, og annast

fjárhag hennar.

12. gr.

Stjórnina skipa 5 menn: Deildarforseti (a General Secretary) og fjórir meðstjórnendur.

Deildarforseti er forseti félagsstjórnarinnar, og skal hann kosinn til eins árs í senn.

Meðstjórnendur eru: varaforseti, féhirðir, ritari og meðstjórnandi, og skulu þeir kosnir til

tveggja ára í senn, þannig, að tveir þeirra ganga úr stjórninni á ári hverju, í fyrsta sinn eftir

hlutkesti, en síðan eftir starfsaldri, og skal á aðalfundi ár hvert kjósa menn í þeirra stað, er úr

ganga. Stjórnin skiptir síðan með sér störfum að loknum aðalfundi ár hvert.

Auk þess skal á aðalfundi hverjum kjósa þrjá varamenn í stjórn.

Tillögur um stjórnarmenn skulu hafa borist deildarforseta 14 dögum fyrir aðalfund, ella skal

vísa þeim frá og koma þær ekki til atkvæða. Forseti og aðrir stjórnarmeðlimir (Committee

members), skulu hafa greitt félagsgjald í minnst 1 ár strax á undan kosningu þeirra.

13. gr.

Tefjist einhver stjórnenda um langt skeið frá stjórnarstörfum eða verði sæti autt í stjórninni

einhverra hluta vegna, þá kemur sá varamaður í hans stað, sem kosinn hefur verið með

mestum atkvæðafjölda.

14. gr.

Stúkum utan Reykjavíkur er hverri um sig heimilt að hafa umboðsmann í Reykjavík, er taki

með deildarstjórninni þátt í úrlausn áríðandi félagsmála, er þurfa þykir.

15. gr.

Deildarforsetinn (the General Secretary) boðar stjórnarfundi, og eru þeir lögmætir, ef þrír

menn úr stjórninni koma á fundinn, en annars ekki.

16. gr.

Krefjist tveir menn úr stjórninni þess, að álits allra stjórnarmanna og stúkuformanna sé leitað

um eitthvert sérstakt mál, þá er stjórninni skylt að verða við þeirri ósk.

17. gr.

Deildarforsetinn (the General Secretary) er meðalgöngumaður á milli yfirstjórnar félagsins

erlendis og Íslandsdeildarinnar, og gætir hann þess, að lögum félagsins og stúknanna sé hlýtt

í öllum greinum. Upptökuskírteini nýrra félaga og stofnskrár nýrra stúkna innan deildarinnar,

skulu undirritaðar af forseta félagsins og meðundirritaðar af deildarforsetanum (the General

Secretary). Sem forseti deildarinnar fer hann með framkvæmdarvald í öllum málum

deildarinnar og ber ábyrgð á stjórnarrekstrinum og skjalavörslu deildarinnar.

18. gr.

Varaforsetinn kemur í stað deildarforsetans (the General Secretary’s) ef hann bagast eða fellur

frá.

19. gr.

Féhirðir annast reikningshald og fjármál deildarinnar og ber ábyrgð á fjárvörslunni.

20. gr.

Ef þurfa þykir, skipar stjórnin sérstakar nefndir til að annast útgáfu rita, opinber fundarhöld,

útbreiðslustarfsemi o.þ.h., og segir fyrir um störf þeirra.

FJÁRMÁL

21. gr.

Sérhver félagsmaður greiði árgjald til deildarinnar og skal það innt af hendi fyrir árslok ár

hvert. Aðalfundur ákveður upphæð árgjalds. Af þessu greiðir deildin lögboðin gjöld til

félagsþarfa erlendis. En með því að líkur eru til, að skyldugjald þetta hrökkvi skammt til allra

þarfa deildarinnar, er þess vænst að þeir félagsmenn, sem með nokkru móti sjá sér fært, leggi

af fúsum og frjálsum vilja aukreitis skerf til deildarinnar eftir efnum og ástæðum. Stúkurnar

annast innheimtu og skil á gjöldum félagsmanna sinna, sé það ekki gert af deildinni, bæði

skyldugjöldum og sjálfboðnum framlögum, en deildarfélagar greiði gjöld sín beint í

deildarsjóð.

Stjórninni er heimilt að leysa einstaka félaga sína undan lögboðnum skyldugjöldum að

einhverju eða öllu leyti, ef henni þykir ástæða til.

22. gr.

Fyrir stofnskrá nýrrar stúku greiðist sem svarar einu árgjaldi.

23. gr.

Tekjum deildarinnar skal varið til útbreiðslu og reksturs deildarinnar.

24. gr.

Reikningar deildarinnar skulu árlega endurskoðaðir af tveimur mönnum.

25. gr.

Reikningsár deildarinnar er miðað við 31. desember. Skal féhirðir jafnan ganga frá

reikningum sínum þegar eftir áramótin, og stjórnin skal láta þá koma í hendur endurskoðenda

fyrir 1. mars ásamt með öllum skjölum þar að lútandi. Að lokinni rannsókn skulu

endurskoðendur láta uppi álit sitt og athugasemdir skriflega og senda stjórninni eigi síðar en

1. apríl. Deildarforsetinn (the General Secretary) annast síðan um, að það sé sent öllum

stúkum á landinu.

AÐALFUNDUR

26. gr.

Á ári hverju skal fundur haldinn til að ræða málefni félagsins og deildarinnar, og er stjórninni

skylt að boða til hans með nægum fyrirvara. Aðalfundur ákveður jafnan í fundarlok, hvar

næsti aðalfundur skuli haldinn.

27. gr.

Deildarforseti (the General Secretary) setur fundinn, eða í fjarvist hans sá maður, er stjórnin

hefur til þess kjörið, og lætur hann síðan nafnakall fram fara til þess að grennslast eftir, hvort

allir kjörnir fulltrúar stúknanna séu viðstaddir. Að því búnu er kjörinn fundarstjóri og

fundarskrifari, og er það gert með almennri atkvæðagreiðslu.

28. gr.

Deildarforseti (the General Secretary) skýrir því næst frá störfum deildarinnar á umliðnu ári

og birtir ársreikninginn og athugasemdir endurskoðenda.

29. gr.

Aðalfundur kýs þá menn í stjórnina og varamenn, er um ræðir í 12. gr. og ræður afl atkvæða

úrslitum.

30. gr.

Aðalfundur kýs sömuleiðis tvo endurskoðendur og einn til vara.

31. gr.

Kosningar þær, er um ræðir í 29. gr. skulu fara fram skriflega, og taka þeir menn, sem kosningu

hljóta, við stjórnarstörfum að loknum aðalfundi. Heimilt er að endurkjósa menn í stjórnina.

Séu eigi tilnefndir fleiri en kjósa ber, teljast þeir réttkjörnir án atkvæðagreiðslu.

32. gr.

Atkvæðagreiðslur um félagsmál fara opinberlega fram, nema krafist sé hins gagnstæða, og

ræður afl atkvæða úrslitum, nema öðruvísi sé fyrir mælt í lögum þessum. Séu atkvæði jöfn,

ræður fundarstjóri úrslitum. Ef atkvæði standa jöfn við kosningar, ræður hlutkesti.

33. gr.

Tillögur þær, sem ætlast er til að ræddar verði á aðalfundi deildarinnar, skulu verða komnar

til stjórnarinnar eigi síðar en 14 dögum fyrir fundarbyrjun. Breytingartillögur við þær má gera

á sjálfum aðalfundinum.

34. gr.

Allir félagar deildarinnar hafa málfrelsi á aðalfundinum, en um atkvæðisrétt gildir sem hér

segir:

Sérhver stúka hefur rétt til að velja sér fulltrúa, einn eða fleiri, meðal stúkumeðlima, til að

fara með umboð sitt á fundinum, en þó mega fulltrúar hverrar stúku eigi vera fleiri en svo, að

nemi einum manni fyrir hverja 20 meðlimi eða brot úr þeirri tölu. Þessir fulltrúar hafa fimm –

5 – atkvæði hver um sig. Aðrir meðlimir stúkna, er senda fulltrúa á fundinn, hafa eigi

atkvæðisrétt á aðalfundinum.

Deildarfélagar og meðlimir stúkna, sem eigi senda fulltrúa með umboði sínu á fundinn, hafa

hver um sig eitt – 1 – atkvæði á fundinum.

Félagi sem hefur greitt félagsgjald í a.m.k. eitt ár samfellt frá þeim degi sem hann er tekinn

inn í félagið, og að kosningadegi, skal hafa kosningarétt, nema fallið hafi verið frá þessu

samkvæmt reglu 29.(e) í lögum Lífspekifélagsins.

35. gr.

Deildin getur einnig á milli funda látið vilja sinn í ljós með almennri atkvæðagreiðslu

innanfélags, ef stjórninni virðist sérstök þörf á að hraða máli, er fyrir liggur. Skal

deildarforseti (the General Secretary) annast um, að sérhverjum félagsmanni sé sendur

atkvæðaseðill, og ræður afl greiddra atkvæða úrslitum.

RÁÐSTÖFUN FJÁRMUNA VIÐ SLIT FÉLAGSINS

36. gr.

Ákveði Lífspekifélagið að afskráningu sem lífsskoðunarfélag en halda áfram hefðbundinni

starfsemi haldast eigur félagins í félaginu.

37. gr.

Komi til slita félagsins renna eigur þess til heildarsamtaka Lífspekifélagsins (The

Theosophical Society), stofnað í New York, Bandaríkjunum, 17. nóvember 1875, og

viðurkennt sem lögaðili í Chennai, Indlandi, 3. apríl 1905, sem hefur aðalstöðvar sínar í

Adyar, Chennai, Indlandi, séu þau enn starfandi eða til arftaka þeirra. En ella til

sambærilegra samtaka eða líknarmála .

LAGABREYTINGAR

38. gr.

Lögum þessum má breyta á aðalfundi deildarinnar, ef lögmætar tillögur koma fram þar að

lútandi – sbr. 33. gr. – en þó því aðeins að tveir þriðju hlutar greiddra atkvæða samþykki

breytinguna.

39. gr.

Lagabreytingar öðlast ekki gildi, fyrr en forseti Lífspekifélagsins hefur samþykkt þær.