Sækja Mundilfara sem PDF

Viðburðir

reset icon
Hreinsa síu
Tegund viðburðar
Takk fyrir. Þetta er móttekið!
Úbbs! Eitthvað fór úrskeiðis.
Ingólfsstræti 22
Oct 10, 2025
Oct 10, 2025
19:00
20:00
60
mín
Fyrirlesari:
Margir

Um Sigvalda Hjálmarsson jóga og fræðara

Í tilefni 40 ára dánarafmælis Sigvalda Hjálmarssonar (1921- 1985). Hann var blaðamaður, jógi og rithöfundar og um tíma forseti Guðspekifélagsins. Við ætlum að segja frá hans starfi og munu nokkrir deila reynslu af hans fræðslu. Sigvaldi kenndi framan af núvitund og síðar indverska tantra hefð sem heitir Sri Vidya. Þá verða spiluð brot úr upptökum af hans erindum og lesin brot úr hans bókum. Sigvaldi fæddist 6. október á Skeggsstöðum Bólstaðarhlíðarhreppi í Austur-Húnavatnssýslu. Að loknu prófi frá Reykholtsskóla árið 1940 hóf hann nám í Kennaraskólanum í Reykjavík. Kennaraprófi lauk Sigvaldi árið 1943 og var við kennslu og skólastjórn í Hveragerði næstu þrjú ár. Veturinn 1946-1947 var hann kennari í Reykjavík, en hóf að því loknu langan og farsælan blaðamanna- og ritstjóraferil. Hann var blaðamaður á Alþýðublaðinu meira og minna frá 1947-1972. Sigvaldi Hjálmarsson Sigvaldi var þar bæði fréttastjóri og fulltrúi ritstjóra, en var um skeið ritstjóri Fálkans og Úrvals, og yfirmaður þýðingardeildar Sjónvarpsins í eitt ár. Einnig starfaði hann við dagblaðið Vísi og var fréttaritari sænsku fréttastofunnar TT. Jafnframt kom Sigvaldi að félagsmálum blaðamanna og rithöfunda, en hann var formaður Blaðamannafélags Íslands í eitt ár. Árið 1978 stofnaði hann Hugræktarskóla sem starfaði fram á síðasta æviár hans, en Sigvaldi var guðspekingur og var forseti Íslandsdeildar Guðspekifélagsins um árabil. Einnig átti hann sæti í allsherjarráði Guðspekifélagsins og loks var hann í stjórn Evrópusambands Guðspekifélagsins. Auk alls þessa var hann ritstjóri Ganglera, tímarits Guðspekifélagsins. Sigvaldi skrifað bækur um austurlensk fræði auk ferðaþátta frá Indlandi, en eftir hann liggja alls níu bækur.

October 10, 2025 07:00 PM
October 10, 2025 08:00 PM
Ingólfsstræti 22
Iceland
Í tilefni 40 ára dánarafmælis Sigvalda Hjálmarssonar (1921- 1985). Hann var blaðamaður, jógi og rithöfundar og um tíma forseti Guðspekifélagsins. Við ætlum að segja frá hans starfi og munu nokkrir deila reynslu af hans fræðslu. Sigvaldi kenndi framan af núvitund og síðar indverska tantra hefð sem heitir Sri Vidya. Þá verða spiluð brot úr upptökum af hans erindum og lesin brot úr hans bókum. Sigvaldi fæddist 6. október á Skeggsstöðum Bólstaðarhlíðarhreppi í Austur-Húnavatnssýslu. Að loknu prófi frá Reykholtsskóla árið 1940 hóf hann nám í Kennaraskólanum í Reykjavík. Kennaraprófi lauk Sigvaldi árið 1943 og var við kennslu og skólastjórn í Hveragerði næstu þrjú ár. Veturinn 1946-1947 var hann kennari í Reykjavík, en hóf að því loknu langan og farsælan blaðamanna- og ritstjóraferil. Hann var blaðamaður á Alþýðublaðinu meira og minna frá 1947-1972. Sigvaldi Hjálmarsson Sigvaldi var þar bæði fréttastjóri og fulltrúi ritstjóra, en var um skeið ritstjóri Fálkans og Úrvals, og yfirmaður þýðingardeildar Sjónvarpsins í eitt ár. Einnig starfaði hann við dagblaðið Vísi og var fréttaritari sænsku fréttastofunnar TT. Jafnframt kom Sigvaldi að félagsmálum blaðamanna og rithöfunda, en hann var formaður Blaðamannafélags Íslands í eitt ár. Árið 1978 stofnaði hann Hugræktarskóla sem starfaði fram á síðasta æviár hans, en Sigvaldi var guðspekingur og var forseti Íslandsdeildar Guðspekifélagsins um árabil. Einnig átti hann sæti í allsherjarráði Guðspekifélagsins og loks var hann í stjórn Evrópusambands Guðspekifélagsins. Auk alls þessa var hann ritstjóri Ganglera, tímarits Guðspekifélagsins. Sigvaldi skrifað bækur um austurlensk fræði auk ferðaþátta frá Indlandi, en eftir hann liggja alls níu bækur.
60
Ingólfsstæti 22
Oct 17, 2025
Oct 17, 2025
19:00
20:00
60
mín
Fyrirlesari:
Finnbjörn Finnbjörnsson

Heimsmyndin og orkuöflin

Martinus sýnir hvernig hin lifandi vera er óaðskiljanlega tengd eilífri, guðdómlegri heimsáætlun. Í gegnum þessa áætlun er veran herra yfir sköpun hins sálræna ljóss og myrkurs. Þetta ljós og myrkur skapar hún með mismunandi samsetningum orku, sem Martinus kallar frumorkuöfl, í gegnum tilvistarstig spíralhringrása um alla eilífð. Að baki þessu liggur andstæðulögmálið sem kosmískur veruleiki. Án þessa lögmáls gæti engin upplifun lífs átt sér stað. Æðsta og fullkomnasta form lífsupplifunarinnar er hið samræmda samband milli ljóss og myrkurs. Þetta samræmi er, sálrænt séð, tjáning hins algjöra kosmíska kærleika. Hin lifandi vera skapar vitund sína með hjálp sex orkugjafa eða frumorkuöfl alheimsins. Samsetning þessara sex orku tegunda ræður því á hvaða af sex tilvistarstigum spíralhringrásinni veran á heimili sitt. Í gegnum hið eilífa kosmíska lögmál hungurs og saðningar hreyfist veran í taktbundnu ferli í gegnum þessi sex tilvistarstig. Það eru þannig eigin langanir og vilji verunnar sem leiða hana bæði um myrkursvæði hringrásarinnar og um ljósasvæði hennar. Finnbjörn mun útskýra orkuöflin og þau ríki sem mynda alheiminn og tilgang þeirra.

October 17, 2025 07:00 PM
October 17, 2025 08:00 PM
Ingólfsstæti 22
Iceland
Martinus sýnir hvernig hin lifandi vera er óaðskiljanlega tengd eilífri, guðdómlegri heimsáætlun. Í gegnum þessa áætlun er veran herra yfir sköpun hins sálræna ljóss og myrkurs. Þetta ljós og myrkur skapar hún með mismunandi samsetningum orku, sem Martinus kallar frumorkuöfl, í gegnum tilvistarstig spíralhringrása um alla eilífð. Að baki þessu liggur andstæðulögmálið sem kosmískur veruleiki. Án þessa lögmáls gæti engin upplifun lífs átt sér stað. Æðsta og fullkomnasta form lífsupplifunarinnar er hið samræmda samband milli ljóss og myrkurs. Þetta samræmi er, sálrænt séð, tjáning hins algjöra kosmíska kærleika. Hin lifandi vera skapar vitund sína með hjálp sex orkugjafa eða frumorkuöfl alheimsins. Samsetning þessara sex orku tegunda ræður því á hvaða af sex tilvistarstigum spíralhringrásinni veran á heimili sitt. Í gegnum hið eilífa kosmíska lögmál hungurs og saðningar hreyfist veran í taktbundnu ferli í gegnum þessi sex tilvistarstig. Það eru þannig eigin langanir og vilji verunnar sem leiða hana bæði um myrkursvæði hringrásarinnar og um ljósasvæði hennar. Finnbjörn mun útskýra orkuöflin og þau ríki sem mynda alheiminn og tilgang þeirra.
60
Opið erindi
Ingólfsstræti 22
Oct 18, 2025
Oct 18, 2025
15:00
16:00
60
mín
Fyrirlesari:
Friðríkur R. Boulter (Fred)

Í fyrirgefningunni býr lykill lífshamingjunnar

Öll þekkjum við úr kristindómnum áherslu Krists á mikilvægi fyrirgefningarinnar. En fyrst með kosmískum greiningum Martinusar fær mannkynið vitsmunalegar skýringar á afgerandi þýðingu hennar í allri örlagasköpun þess. – Og í því sem Martinus kallar „æðstu guðsþjónustu veraldar“, þegar Kristur á banastund sinni á krossinum fyrirgaf böðlum sínum „því þeir vita ekki hvað þeir gjöra“, tók örlagabraut mannkynsins algerlega nýja stefnu: frá kolsvörtu „myrkri fáfræðinnar“ til verðandi kosmískrar uppljómunar þess. Martinus Friðríkur R. Boulter, öðru nafni Fred Hin lifandi vera er upphaf og miðja útrásar birtingar og hreyfingar. Í gegnum tjáningu hreyfingar mótar veran, hátt sinn og hegðun. Hún stuðlar að því með sínum birtingum eða sköpunum og myndar þannig samband sitt við aðrar lifandi verur. Þessar birtingar snúa aftur til uppruna síns í formi áhrifa. Ferli hreyfingarinnar frá upprunanum út í birtingu, út í lífið og aftur til upprunans nefnir Martinus „örlagaboga“. Örlög okkar mynda þannig tengsl núverandi lífs okkar við fortíð og framtíð. Fred mun útskýra hvernig fyrirgefningin er leið til eigin sáluhjálpar.

October 18, 2025 03:00 PM
October 18, 2025 04:00 PM
Ingólfsstræti 22
Iceland
Öll þekkjum við úr kristindómnum áherslu Krists á mikilvægi fyrirgefningarinnar. En fyrst með kosmískum greiningum Martinusar fær mannkynið vitsmunalegar skýringar á afgerandi þýðingu hennar í allri örlagasköpun þess. – Og í því sem Martinus kallar „æðstu guðsþjónustu veraldar“, þegar Kristur á banastund sinni á krossinum fyrirgaf böðlum sínum „því þeir vita ekki hvað þeir gjöra“, tók örlagabraut mannkynsins algerlega nýja stefnu: frá kolsvörtu „myrkri fáfræðinnar“ til verðandi kosmískrar uppljómunar þess. Martinus Friðríkur R. Boulter, öðru nafni Fred Hin lifandi vera er upphaf og miðja útrásar birtingar og hreyfingar. Í gegnum tjáningu hreyfingar mótar veran, hátt sinn og hegðun. Hún stuðlar að því með sínum birtingum eða sköpunum og myndar þannig samband sitt við aðrar lifandi verur. Þessar birtingar snúa aftur til uppruna síns í formi áhrifa. Ferli hreyfingarinnar frá upprunanum út í birtingu, út í lífið og aftur til upprunans nefnir Martinus „örlagaboga“. Örlög okkar mynda þannig tengsl núverandi lífs okkar við fortíð og framtíð. Fred mun útskýra hvernig fyrirgefningin er leið til eigin sáluhjálpar.
60
Lífspekifélagið, Ingólfsstræti 22
Oct 24, 2025
Oct 24, 2025
19:00
20:00
mín
Fyrirlesari:
Sigurður Skúlason

Að koma heim

Sagt hefur verið að beinni og milliliðalausri upplifun Veruleikans verði helst líkt við heimkomu. En hver eða hvað er það sem kemur heim og hvað er þetta heim?

October 24, 2025 07:00 PM
October 24, 2025 08:00 PM
Lífspekifélagið, Ingólfsstræti 22
Iceland
Sagt hefur verið að beinni og milliliðalausri upplifun Veruleikans verði helst líkt við heimkomu. En hver eða hvað er það sem kemur heim og hvað er þetta heim?
Ægissíða, Sækot
Oct 31, 2025
Nov 01, 2025
20:00
16:30
mín
Fyrirlesari:
Gusumeistari: Margrét Hugrún

Sómatísk samvera/Dísablót: Samveruhelgi föstudagskvöldið 31. okt og laugardaginn 1. nóv

Félagar í stúkunni Mörk standa fyrir sómatískri samveruhelgi en í þetta sinn tengjum við hana við Dísablót. Á Íslandi til forna var í lok október haldin hátíð sem kölluð var veturnætur og þá var haldið dísablót á Norðurlöndum (disting) til heiðurs formæðrum og kvenkyns andaverum. Helgin hefst á föstudagskvöldið kl 20:00 með sánagusu í Sækoti við Ægissíðu þar sem trillukarlar höfðu áður aðstöðu. Margrét Hugrún gusumeistari og mannfræðingur mun leiða þátttakendur í gegnum endurnærandi og heilandi athöfn þar sem hita, kulda, ilmi og tónlist er blandað saman eftir kúnstarinnar reglum. Athugið að hámark 18 þátttakendur geta verið með í gusunni og að greiða þarf þátttökugjald. Skráning fer fram á Saekot.is og verður auglýst betur þegar nær dregur.

October 31, 2025 08:00 PM
November 01, 2025 04:30 PM
Ægissíða, Sækot
Iceland
Félagar í stúkunni Mörk standa fyrir sómatískri samveruhelgi en í þetta sinn tengjum við hana við Dísablót. Á Íslandi til forna var í lok október haldin hátíð sem kölluð var veturnætur og þá var haldið dísablót á Norðurlöndum (disting) til heiðurs formæðrum og kvenkyns andaverum. Helgin hefst á föstudagskvöldið kl 20:00 með sánagusu í Sækoti við Ægissíðu þar sem trillukarlar höfðu áður aðstöðu. Margrét Hugrún gusumeistari og mannfræðingur mun leiða þátttakendur í gegnum endurnærandi og heilandi athöfn þar sem hita, kulda, ilmi og tónlist er blandað saman eftir kúnstarinnar reglum. Athugið að hámark 18 þátttakendur geta verið með í gusunni og að greiða þarf þátttökugjald. Skráning fer fram á Saekot.is og verður auglýst betur þegar nær dregur.
Ingólfsstræti 22
Oct 31, 2025
Nov 01, 2025
20:00
16:30
mín
Fyrirlesari:
Margrét Hugrún, Eva Rós, Kvika Föld, Kolbrún Kolbeins

Sómatísk samvera/Dísablót: Laugardagurinn 1. nóv. Hugleiðsla, öndun, dans

Dagskráin hefst á því að Eva Rós Gústavsdóttir, jógakennari og meistaranemi í sálfræði, leiðbeinir okkur í gegnum öndunaræfingar. Því næst leiðir Kolbrún Kolbeinsdóttir, kynjafræðingur, hugleiðslu tengda formæðrum sem Margrét Hugrún skrifar og að lokum tekur Kvika Föld við og leiðir okkur í gegn um heilandi dans. Að endingu förum við upp á efri hæð og gæðum okkur á veitingum. Kvika Föld er Movement Medicine kennari, dansari og myndlistarkona. Hún er fædd og uppalin í Transilvaníu og bjó um árabil í Svíþjóð en síðustu rúm tuttugu árin hefur hún búið á Ísland. Um Movement Medicine aðferðina: Hreyfing er lækning. *Movement Medicine* er aðferð sem byggir á því að við getum komist í tengingu við líkamann, jörðina; öll frumefnin 5, umhverfið og tilveruna með því að leyfa líkamanum að hreyfa sig við tónlist. Það er andleg lækning í dansi enda er dansinn ein af aðferðunum sem notaðar hafa verið af mannkyninu um aldir alda til að komast í samband við æðri vitundarstig.

October 31, 2025 08:00 PM
November 01, 2025 04:30 PM
Ingólfsstræti 22
Iceland
Dagskráin hefst á því að Eva Rós Gústavsdóttir, jógakennari og meistaranemi í sálfræði, leiðbeinir okkur í gegnum öndunaræfingar. Því næst leiðir Kolbrún Kolbeinsdóttir, kynjafræðingur, hugleiðslu tengda formæðrum sem Margrét Hugrún skrifar og að lokum tekur Kvika Föld við og leiðir okkur í gegn um heilandi dans. Að endingu förum við upp á efri hæð og gæðum okkur á veitingum. Kvika Föld er Movement Medicine kennari, dansari og myndlistarkona. Hún er fædd og uppalin í Transilvaníu og bjó um árabil í Svíþjóð en síðustu rúm tuttugu árin hefur hún búið á Ísland. Um Movement Medicine aðferðina: Hreyfing er lækning. *Movement Medicine* er aðferð sem byggir á því að við getum komist í tengingu við líkamann, jörðina; öll frumefnin 5, umhverfið og tilveruna með því að leyfa líkamanum að hreyfa sig við tónlist. Það er andleg lækning í dansi enda er dansinn ein af aðferðunum sem notaðar hafa verið af mannkyninu um aldir alda til að komast í samband við æðri vitundarstig.
Ingólfsstræti 22
Nov 07, 2025
Nov 07, 2025
19:00
20:00
60
mín
Fyrirlesari:
Vigdís Steinþórsdóttir

Tíðnihækkun, hvað svo?

Hér mun Vigdís Steinþórsdóttir fjalla um tíðnihækkun sem við erum að ganga í gegnum og því sem má búast við í framtíðinni. Upplyfting andans með bjartari tíð og blóm í haga, kærleik og frið. Framtíð sem við sköpum með jákvæðni og hreinsun líkama af fortíðar áföllum. Einnig hvernig tíðnihækkunin tekur á líkamann.  Vitnað er í  bækurnar Gullna framtíðin eftir Díönu Cooper og Handan dyra eftir Alexis Cartwright

November 07, 2025 07:00 PM
November 07, 2025 08:00 PM
Ingólfsstræti 22
Iceland
Hér mun Vigdís Steinþórsdóttir fjalla um tíðnihækkun sem við erum að ganga í gegnum og því sem má búast við í framtíðinni. Upplyfting andans með bjartari tíð og blóm í haga, kærleik og frið. Framtíð sem við sköpum með jákvæðni og hreinsun líkama af fortíðar áföllum. Einnig hvernig tíðnihækkunin tekur á líkamann.  Vitnað er í  bækurnar Gullna framtíðin eftir Díönu Cooper og Handan dyra eftir Alexis Cartwright
60
Ingólfstræti 22
Nov 08, 2025
Nov 08, 2025
14:00
16:00
60
mín
Fyrirlesari:
Melkorka Edda Freysteinsdóttir

Hugleiðing og samsöngur

Sungin verða bæði innlend og erlend lög. Melkorka Edda Freysteinsdóttir verður með hugleiðingu og samsöng.

November 08, 2025 02:00 PM
November 08, 2025 04:00 PM
Ingólfstræti 22
Iceland
Sungin verða bæði innlend og erlend lög. Melkorka Edda Freysteinsdóttir verður með hugleiðingu og samsöng.
60
Ingólfsstræti 22
Nov 21, 2025
Nov 21, 2025
19:00
15:00
60
mín
Fyrirlesari:
Hilmar Sigurðsson

Erindi: Mannkynið og svartir logar örlaganna

Örlög mannkyns eru um þessar mundir að taka á sig mynd heimskreppu, sem í formi atvinnuleysis, fátæktar, heilsubrests, byltinga, fósturdrápa, morða, sjálfsvíga, lasta, afbrigðileika, óhamingjusamra hjónabanda, trúleysis og geðsjúkdóma, eru byrði í svo vaxandi mæli að alls engin manneskja, getur til lengri tíma litið, verið ósnortin af henni. Stríð og styrjaldir herja á mannkynið og eru meira og minna sjálfsköpuð. Maður myndi halda að það væri því algjörlega nauðsynlegt að öðlast fullkomna yfirsýn yfir hvað það er sem raunverulega er að gerast, ekki aðeins er það gagnlegt heldur verður það í raun algjörlega nauðsynlegt, ef yfirhöfuð á að vera hægt að leiða þessa kreppu til lykta. Mannkynið hefur kirkjur, musteri, spámenn og heimslausnara, þar sem hið mikla boðorð: „Elskið hver annan“ eða „Hver sem sverði bregður, mun fyrir sverði falla“ hefur í árþúsundir verið boðað sem vegurinn til lífsins, en engu að síður sýnir það afburða snilld við framleiðslu morðtóla og stríðsvéla. Svo ef mannkynið hefði algjöra yfirsýn yfir eigin mátt, og ef við drægjum mannkynið saman í einstakling þá myndum við segja um þann sama einstakling að hann væri ekki heill á geði og því myndi öll sálgreining hans sýna fram á, að slíkur einstaklingur væri gjörsamlega snarbrjálaður og afbrigðilegur og ætti frekar heima á geðheilbrigðisstofnun. En sem betur fer er þetta ekki raunin. Núverandi eymdarástand alls mannkynsins er því spurning um þróun. Það er því ekki hægt að kenna nokkrum um. Það er byggt á núverandi kerfi. Og maður getur ekki krafist þess, að það sýni hærri hugsjónastefnu eða þróunarstig, en það sem hin mannlega meðalvitund hefur þegar náð og myndar einmitt núverandi stöðu þess.

November 21, 2025 07:00 PM
November 21, 2025 03:00 PM
Ingólfsstræti 22
Iceland
Örlög mannkyns eru um þessar mundir að taka á sig mynd heimskreppu, sem í formi atvinnuleysis, fátæktar, heilsubrests, byltinga, fósturdrápa, morða, sjálfsvíga, lasta, afbrigðileika, óhamingjusamra hjónabanda, trúleysis og geðsjúkdóma, eru byrði í svo vaxandi mæli að alls engin manneskja, getur til lengri tíma litið, verið ósnortin af henni. Stríð og styrjaldir herja á mannkynið og eru meira og minna sjálfsköpuð. Maður myndi halda að það væri því algjörlega nauðsynlegt að öðlast fullkomna yfirsýn yfir hvað það er sem raunverulega er að gerast, ekki aðeins er það gagnlegt heldur verður það í raun algjörlega nauðsynlegt, ef yfirhöfuð á að vera hægt að leiða þessa kreppu til lykta. Mannkynið hefur kirkjur, musteri, spámenn og heimslausnara, þar sem hið mikla boðorð: „Elskið hver annan“ eða „Hver sem sverði bregður, mun fyrir sverði falla“ hefur í árþúsundir verið boðað sem vegurinn til lífsins, en engu að síður sýnir það afburða snilld við framleiðslu morðtóla og stríðsvéla. Svo ef mannkynið hefði algjöra yfirsýn yfir eigin mátt, og ef við drægjum mannkynið saman í einstakling þá myndum við segja um þann sama einstakling að hann væri ekki heill á geði og því myndi öll sálgreining hans sýna fram á, að slíkur einstaklingur væri gjörsamlega snarbrjálaður og afbrigðilegur og ætti frekar heima á geðheilbrigðisstofnun. En sem betur fer er þetta ekki raunin. Núverandi eymdarástand alls mannkynsins er því spurning um þróun. Það er því ekki hægt að kenna nokkrum um. Það er byggt á núverandi kerfi. Og maður getur ekki krafist þess, að það sýni hærri hugsjónastefnu eða þróunarstig, en það sem hin mannlega meðalvitund hefur þegar náð og myndar einmitt núverandi stöðu þess.
60
Ingólfsstræti 22
Nov 22, 2025
Nov 22, 2025
15:00
16:00
60
mín
Fyrirlesari:
Svanur B. Annasson

Erindi: Hver er þá hin andlega þekking?

Nútímavísindin eru enn langt frá því að geta rökstutt vísindalega hina miklu niðurstöðu: „Allt er harla gott“. Rannsóknarsvið þeirra er of takmarkað og staðbundið til að þau geti numið hið allsherjar heimsskipulag. Getur mannkynið þá öðlast sýn á þessa heimsáætlun og þar með lært að starfa í samræmi við hana og komast í sátt við lífið? – En jarðarmanneskjan, sem þekkir enn aðeins efnislega líkama sinn og telur sig eitt með honum, hlýtur að verða fórnarlamb blekkingarinnar um að dauðinn sé eyðing tilverunnar eða endalok lífsins.   Hvað dauðann varðar, þá er hann – þegar hann á sér stað á eðlilegan hátt – í raun atburður ljóssins sem aðeins er ástæða til að fagna. Það eina sem gerist er að hinn svokallaði „dauði“ er lausn undan slitnum og úrsérgengnum líkama. En samkvæmt Martinusi er alheimurinn lifandi vera með vitund, byggður upp af lifandi verum. Vitund sem samanstendur af hugsun og visku. Þessi "lifandi vitund" skipuleggur og skapar rökrétt samhengi gagnvart öllu sem er lifandi. 

November 22, 2025 03:00 PM
November 22, 2025 04:00 PM
Ingólfsstræti 22
Iceland
Nútímavísindin eru enn langt frá því að geta rökstutt vísindalega hina miklu niðurstöðu: „Allt er harla gott“. Rannsóknarsvið þeirra er of takmarkað og staðbundið til að þau geti numið hið allsherjar heimsskipulag. Getur mannkynið þá öðlast sýn á þessa heimsáætlun og þar með lært að starfa í samræmi við hana og komast í sátt við lífið? – En jarðarmanneskjan, sem þekkir enn aðeins efnislega líkama sinn og telur sig eitt með honum, hlýtur að verða fórnarlamb blekkingarinnar um að dauðinn sé eyðing tilverunnar eða endalok lífsins.   Hvað dauðann varðar, þá er hann – þegar hann á sér stað á eðlilegan hátt – í raun atburður ljóssins sem aðeins er ástæða til að fagna. Það eina sem gerist er að hinn svokallaði „dauði“ er lausn undan slitnum og úrsérgengnum líkama. En samkvæmt Martinusi er alheimurinn lifandi vera með vitund, byggður upp af lifandi verum. Vitund sem samanstendur af hugsun og visku. Þessi "lifandi vitund" skipuleggur og skapar rökrétt samhengi gagnvart öllu sem er lifandi. 
60
Ingólfsstræti 22
Nov 28, 2025
Nov 29, 2025
19:00
15:00
mín
Fyrirlesari:
Valgeir Skagfjörð

Shakespeare helgi: Hinn andlegi William Shakespeare

Margt fólk af öllum stigum víða um heiminn hefur vitnað í orð þessa mikla skálds sem afkastaði svo miklu á sínum ferli, en fáir hafa litið á hann sem andlegan fræðara eða andlega uppljómaða manneskju með tengingu við eitthvað miklu stærra en egó dauðlegs manns. Margt hefur leikskáldið látið persónur sínar brjóta heilann um eða lagt þeim ýmis orð í munn sem hafa orðið að fleygum setningum með djúpa og yfirskilvitlega merkingu. Valgeir Skagfjörð, leikari, leikskáld og leikstjóri hefur rýnt í verk Shakespeares og komst að ýmsu varðandi andleg málefni og guðspekilega nálgun hans á lífið og tilveruna. Valgeir ætlar að vera með erindi um hinn andlega Shakespeare og velta upp spurningunni um hvort skáldjöfurinn frá Stratford talar til okkar enn þann dag í dag og hvort efni verka hans eigi erindi við okkur á tímum gervigreindar og algóritma. Valgeir flytur kynningu á dagskránni föstudaginn 28. nóvember en aðaldagskráin verður laugardaginn 29.nóvember. Verður dagskráin einskonar Shakespeare-kokteill hvar hann lætur gamminn geysa um harmleiki og skopleiki - sonnettur og söngva. Allt til þess að varpa ljósi á hvað Shakespeare getur verið skemmtilegur, skrýtinn, hinsegin, kynsegin, veikur fyrir því að njóta þess sem móðir jörð hefur upp á að bjóða og sýnt okkur sannleikann um okkur sjálf, þessar vanmáttugu tvífættu verur sem halda að lífið sé annað hvort þjáning eða hamingja en það er einmitt þarna einhvers staðar mitt á milli. Allir og öll velkomin á meðan húsrúm leyfir.

November 28, 2025 07:00 PM
November 29, 2025 03:00 PM
Ingólfsstræti 22
Iceland
Margt fólk af öllum stigum víða um heiminn hefur vitnað í orð þessa mikla skálds sem afkastaði svo miklu á sínum ferli, en fáir hafa litið á hann sem andlegan fræðara eða andlega uppljómaða manneskju með tengingu við eitthvað miklu stærra en egó dauðlegs manns. Margt hefur leikskáldið látið persónur sínar brjóta heilann um eða lagt þeim ýmis orð í munn sem hafa orðið að fleygum setningum með djúpa og yfirskilvitlega merkingu. Valgeir Skagfjörð, leikari, leikskáld og leikstjóri hefur rýnt í verk Shakespeares og komst að ýmsu varðandi andleg málefni og guðspekilega nálgun hans á lífið og tilveruna. Valgeir ætlar að vera með erindi um hinn andlega Shakespeare og velta upp spurningunni um hvort skáldjöfurinn frá Stratford talar til okkar enn þann dag í dag og hvort efni verka hans eigi erindi við okkur á tímum gervigreindar og algóritma. Valgeir flytur kynningu á dagskránni föstudaginn 28. nóvember en aðaldagskráin verður laugardaginn 29.nóvember. Verður dagskráin einskonar Shakespeare-kokteill hvar hann lætur gamminn geysa um harmleiki og skopleiki - sonnettur og söngva. Allt til þess að varpa ljósi á hvað Shakespeare getur verið skemmtilegur, skrýtinn, hinsegin, kynsegin, veikur fyrir því að njóta þess sem móðir jörð hefur upp á að bjóða og sýnt okkur sannleikann um okkur sjálf, þessar vanmáttugu tvífættu verur sem halda að lífið sé annað hvort þjáning eða hamingja en það er einmitt þarna einhvers staðar mitt á milli. Allir og öll velkomin á meðan húsrúm leyfir.