Er Grettis Saga handbók jógans sem stundar útsetur og glímir við að reisa innir eldinn Kundalini?
Frekara spjall um Grettissögu í samhengi við pælingarnar kvöldið á undan.
Hópurinn ræðir um hvernig ævintýrin tala til sálarinnar í gegnum táknmyndir. Ævintýrið er skoðað sem andleg leið til að heila sálina og tengjast hinu heilaga. Helgi Garðar, geðlæknir, fer fyrir hópnum.
Páll Erlendsson mun fræða okkur um kynni sín af avatar sem hann kynntist á Indlandi. Þessi avatar, sem hét Sathya Sai Baba, tók Pál að sér og kenndi honum á lífið og tilveruna. Páll mun segja okkur frá veru sinni hjá honum og þeirri mikilvægu kennslu sem breytti lífi hans.
Melkorka Edda les í spil og spjallar um þau
GrafarSkraf. Grafarskraf er gert til þess að koma af stað samtali um lífið og dauðann. Það eru engin svör til – aðeins spurningar til að hvetja fólk til umhugsunar og umræðna um dauðann. Allir velkomnir.
Einar Jónsson (1874–1954) var brautryðjandi í íslenskri höggmyndalist. Í þessari bók er fjallað um stórbrotinn listferil hans, merkingarheim höggmyndanna, listræna hugmyndafræði og viðtökur á Íslandi. Höggmyndir Einars vöktu mikla athygli og umræður á Íslandi í takt við sterka þjóðernishyggju sjálfstæðis baráttunnar í upphafi nýrrar aldar. Einar gaf íslenska ríkinu listaverk sín og Alþingi veitti fé til byggingar safns yfir verk hans á Skólavörðuholti.
Sigurður bíður uppá leiðsögn um safn Einars Jónsson. Þá kostar 1000 kr inn á safnið.
Vinnustofa: Jesú Kristur í stormviðrum lífsins. Hugleiðing frá ritningunni, bæn og sköpun. Í þessari vinnustofu munum við lesa og hugleiða huggandi orð Krists í Ritningunni og útfrá þeim vinna á skapandi frjálsan máta með pastellitum á þann máta sem kallar á þig í stundinni. Í lokin er endað á stuttri hugleiðingu og bæn. Sólveig Katrín listmeðferðarfræðingur, og mastersnemi í Djáknafræðum við guðfræðideild HÍ. Sólveig Katrín hefur frá unga aldri verið andlega leitandi og numið flestar trúarhefðir á eigin vegum ásamt því að nema sjamanisma í fjögur ár á árunum 2010-2014 hjá Lynn Andrews Sacred Arts and Training. Hún var kennari á þeirri andlegu leið á árunum 2016-2021, ásamt því að vera listmeðferðarfræðingur. Árið 2021 varð hún fyrir andlegri reynslu sem gjörbreytti lífi hennar og tók hún kristna trú og leitast eftir að lifa eftir orði Krists og dreifa fagnaðarerindinu um frið og frelsi. Hún mun fjalla um sína sögu og lífið í Kristi ásamt því sem leikmaður að skoða og bera saman þessar tvær hefðir, sjamanisma og kristni.
Hópurinn ræðir um hvernig ævintýrin tala til sálarinnar í gegnum táknmyndir. Ævintýrið er skoðað sem andleg leið til að heila sálina og tengjast hinu heilaga.