Lífspekifélagið

Lífspekifélagið, The Theosophical Society, er alþjóðlegur félagsskapur sem helgar sig alheims bræðra og systralagi mannkyns og hvetur til rannsókna og samanburðar trúarbragða, heimspeki og náttúruvísinda í þá veru að maðurinn megi betur skilja sjálfan sig og stöðu sína í alheiminum.
Lífspekifélagið stendur fyrir algeru hugsana og trúfrelsi einstaklingsins og það boðar engar kenningar en hvetur til hugsana- og skoðanafrelsis. Því eru þær hugmyndir sem hér koma fram ekki á ábyrgð félagsins eða bindandi fyrir félagsmenn, en settar fram til að hvetja til umræðu og stúdíu um sjálfsrækt og andlega iðkun.