Grafarskraf er gert til þess að koma af stað samtali um lífið og dauðann. Það eru engin svör til – aðeins spurningar til að hvetja fólk til umhugsunar og umræðna um dauðann. Allir velkomnir.
Kyrrðarbæn með tónlist. Centering prayer. Einar Gröndal, Hilmar Örn Agnarsson og Björg Þórhallsdóttir sjá um flutning og stjórn.
Brunnanburh ljóðið lýsir bardaganum á Vínheiði árið 937. Það má telja víst Þórólfur Skallagrímsson hafi látist í þeim bardaga og Egill hafi barist við hlið Aðalsteins konungs þar til yfir lauk og Ólafur Skotakonungur flúði með sínu liði. Þessum atburði er vel lýst í Egils sögu en fáir Íslendingar eru kunnugir Brunnanburh ljóðinu sem er hér á hinu forna máli og útskýrt. Það er ekki hægt að tala um þýðingu á íslensku enda þarf þess ekki því ljóðið er því sem næst á því máli sem prýðir elstu sögur og ljóð sem við teljum vera íslensk. Brunnanburh ljóðið er hér borið við Höfuðlausn sem líklega fjallar einnig um bardagann á Vínheiði og líkindi með ljóðunum skoðuð, en þau er mörg og jafnvel einstök og sem slík ýta undir þann skilning að mögulega var Egill Skallagrímsson höfundur Brunnanburh ljóðsins. Fyrirlesarinn, Björn Vernharðsson, er fæddur 1954 og er sálfræðingur að mennt, en hann hefur einbeitt sér að rannsóknum á fornmenntum síðustu árin. Fyrst með Egilssögu og atburðunum á Vínheiði 937 og enn frekari frásögnum í sögunni í samanburði við enskar heimildir. Í framhaldi hefur hann skoðað hin fornu Eddukvæði með tilvísanir til enskra heimilda og þá sérstaklega Völuspá og Grímnismál sem falla vel að enskum atburðum og staðháttum. Einnig hefur Björn rannsakað mynstur í fornum munum og steinkrossum með tilliti til staðhátta og fornra helgistaða með þá rannsóknar-tilgátu að margir þessara muna séu leiðarsteinar eða ferðaleiðbeiningar og megi skilgreina sem landakort.
Jinn (eða djinn) er ósýnilegur eld-andi sem er hluti af trúarheimi Íslam. Hann hefur svipaða eiginleika og maðurinn, er í svipuðum tengslum við skaparann, getur verið trúaður eða ekki, hefur dómgreind og vitund eins og maðurinn og er hvorki góður né illur. Þessi andi getur verið viðsjárverður og er betra að hafa hann með sér en á móti, því hann getur verið hrekkjóttur. Hægt er að verða andsetinn djinn anda og tengist það útbreiddum andsetningar költum víða í norðausturhluta Afríku og í vestur Asíu, þar sem fólk (einkum konur) falla í trans við að þessi andi tekur sér bólfestu í persónunni og nær tökum á henni um stund, og tjáir sig í gegnum hana. Djinn er mikilvægur hluti af sköpunarsögu íslam, ásamt Guði, englum og síðan mönnum - sem komu síðastir til sögunnar.
Stúkan Mörk stendur fyrir samveru þar sem áhersla er lögð á samþættingu líkama og sálar. Sómatísk samvera - Jóga og æfingar fyrir vagus taug G.C Patil, jógameistari frá Indverska Sendiráðinu fer yfir öndunaræfingar, kennir stólajóga og fjallar um jógaheimspeki. Eva Gústavsdóttir B.S. í sálfræði og jógakennaranemi kennir okkur æfingar fyrir vagus taug.
Er Grettis Saga handbók jógans sem stundar útsetur og glímir við að reisa innir eldinn Kundalini?
Frekara spjall um Grettissögu í samhengi við pælingarnar kvöldið á undan.
Hópurinn ræðir um hvernig ævintýrin tala til sálarinnar í gegnum táknmyndir. Ævintýrið er skoðað sem andleg leið til að heila sálina og tengjast hinu heilaga. Helgi Garðar, geðlæknir, fer fyrir hópnum.