Skilmálar

Skilmálar fyrir Lífspekifélag Íslands

1. Almennar upplýsingar
Lífspekifélag Íslands, kt. 5801694739
Netfang: lifspekifelagid@lifspekifelagid.is
Heimilisfang: Ingólfsstræti 22, 101 Reykjavík

2. Meðlimir og ársgjald
Ársgjald til þess að gerast meðlimur í Lífspekifélagi Íslands er 6000 kr.

Ársgjaldið er endurnýjað árlega.

Þegar meðlimur hefur skráð sig verður rukkað árgjald á sama tíma á næsta ári ef engin uppsögn hefur borist.

Til að segja sig úr félaginu þarf að senda skriflega tilkynningu á netfangið lifspekifelagid@lifspekifelagid.is að minnsta kosti 2 vikum fyrir endurnýjun árgjaldsins.

3. Áskrift að tímaritinu Gangleri

Ársgjald fyrir áskrift að tímaritinu Gangleri er 4000 kr.

Tímaritið Gangleri er gefið út einu sinni á ári.

Áskriftin endurnýjast árlega á sama tíma ef engin uppsögn hefur borist.

Til að segja upp áskrift þarf að senda skriflega tilkynningu á netfangið lifspekifelagid@lifspekifelagid.is að minnsta kosti 2 vikum fyrir endurnýjun árgjaldsins.

4. Greiðslur

Greiðslur fyrir ársgjald og áskrift fara fram með kreditkorti eða bankamillifærslu.

Ef greiðsla tekst ekki munum við hafa samband við viðkomandi meðlim eða áskrifanda til að leysa málið.

5. Trúnaður og persónuvernd

Allar persónuupplýsingar sem safnast verða meðhöndlaðar samkvæmt lögum um persónuvernd og reglugerð um persónuvernd.Upplýsingum verður ekki deilt með þriðja aðila nema með samþykki meðlims eða samkvæmt lögum.

6. Uppfærslur á skilmálum

Lífspekifélag Íslands áskilur sér rétt til að breyta skilmálunum hvenær sem er. Breytingar taka gildi við birtingu á heimasíðu félagsins.

Meðlimir og áskrifendur verða upplýstir um allar breytingar í tölvupósti.

7. Lausn deilumála

Ef upp koma vafamál eða deilur varðandi skilmála þessa eða aðrar reglur félagsins, skulu meðlimir eða áskrifendur hafa samband í gegnum netfangið lifspekifelagid@lifspekifelagid.is.
Við leitumst við að leysa öll mál í sátt og samlyndi.

8. Lög og varnarþing

Skilmálar þessir lúta íslenskum lögum.

Rísi mál vegna skilmálanna skal reka það fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

9. Samþykki skilmála

Með því að gerast meðlimur í Lífspekifélagi Íslands eða áskrifandi að tímaritinu Gangleri samþykkir þú þessa skilmála.

10. Hafa samband

Fyrir frekari upplýsingar eða spurningar, vinsamlegast sendið tölvupóst á lifspekifelagid@lifspekifelagid.is.