Góðir félagar.
Í Jóhannesarguðspjalli er haft eftir Kristi, að sannleikurinn geri okkur frjáls. Á þessari lífsreglu eða grundvallaratriði byggði Freud og sállækningar nútímans. Það er gamall vísdómur, að sannleikurinn bjargar og læknar. Búdda lagði á þetta áherslu í róttækni sinni og skýrleik. Sama gerði Sókrates, svo einhverjir séu nefndir.
Blekkingin mikla, hatrið og græðgin, eru þeir lestir, sem við verðum að losa okkur við, ef við ætlum að losna við þjáninguna. Við skulum ekki hafa á móti ánægju eða vellíðan, ef slíkt er ekki afleiðing krafna og græðgi. Græðgin gerir mann hvorki frjálsan né hamingjusaman. Þá verðum við þrælar þeirra hluta, sem stjórna okkur.
Skilyrði frelsis er að vakna frá blekkingunni, frá þeirri þjáningu, sem græðgin skapar. Að losna við blekkinguna í einni eða annari mynd og sjá sannleikann eða veruleikann, er því hin eina rétta þroskabraut mannsins. Sá sem er uppfullur af áráttu og löngunum, hefur jafnframt ófullnægjandi hugmyndir um sjálfan sig og heiminn, þ.e. hann lifir í blekkingu. Sannleikurinn er skilyrði lausnar. Þegar talað er um sannleik, þá er ekki aðeins átt við það sem við trúum og hugsum vitandi vits, heldur og dulvitað, þ.e. þótt við bælum það vegna þess að við óskum ekki að vita af því eða hugsa um það.
Við höfum valið einkunnarorð sumarskólans, “svo hið ytra, sem hið innra”, en það verður einmitt stef í mörgum fyrirlestrum. Einn fyrirlestur aðalfyrirlesarans, hefur einmitt einkunnarorðin að heiti. Gestur skólans og aðalfyrirlesari er Curt Berg, sem verið hefur aðalgjaldkeri samtakanna frá 1987, en hann var forseti sænsku deildarinnar á árunum 1949 1953 og 1968 1978. Hann hefur tekið virkan þátt í störfum Evrópusambandsins og Allsherjarráðsins. Ennfremur var hann ritstjóri tímarits sænsku deildarinnar og starfaði að bókaútgáfu hennar. Curt Berg er talinn frábær fyrirlesari og eru fyrirlestrar hans taldir vera gæðaríkir. Hann hefur stjórnað námskeiðum á Norðurlöndum og öðrum Evrópulöndum, svo og í Adyar. Með komu hans er einnig stefnt að nánari tengslum íslensku deildarinnar við Norðurlöndin og höfuðstöðvarnar í Adyar. Hann er verkfræðingur að mennt.
Erindi Curt Bergs verða um þessi efni: Lausn frá andstæðum, Svo hið ytra, sem hið innra og hvers þarnast heimurinn. Auk þess heldur hann inngangserindi nú, svo og lokaávarp á sunnudag. Hann mun einnig væntanlega svara fyrirspurnum á laugardag.
Á sumarskólanum munu fleiri halda erindi. Einar Aðalsteinsson, Geir Ágústsson, Karl Sigursson, og Jón L. Arnalds. (Fara fyrir dagskrá).
Ég býð Curt Berg sérstaklega velkominn hér til okkar. On behalf of the Theosophical Society I especially wellcome you, Mr. Curt Berg. We are thankful to you for making your way here to us. We are indeed pleased to have you here with us and we will be eager to listen to the message and information you vill be giving us. We are grateful for having the opportunity to learn from you and hope that we will be able to let some of your knowledge become a part of us.
The Key Note of the Summer School will be the name of one of your lectures “Within you. Without you.” Your contribution in this summer session will be the basis of the program. Compared to your share others will be a small one. We thank you again for your effort and look forward to the experience to have you with us and listen to your philosophy.
Að svo mæltu segi ég sumarskóla Guðspekifélagsins 1988 settan.
Fyrsta erindi Curt Berg ber heitið….. Please you have the floor.