Nú líður að hausti

Höfundur greinar
Birt þann
September 05, 2025

Kæru félagar og vinir!

Það hefur verið eitthvað um sambandsleysi hér á bæ. Símanúmerið var ekki rétt tengt og tölvupósturinn af heimasíðunni skilaði sér aldrei á réttan stað. Núna er símanúmerið okkar, 551-7520, komið í fínasta lag og bráðlega verður hægt að senda okkur erindi í gegn um tölvupóst af heimasíðunni. Við látum vita strax og hann kemst í lag!

Um þessar mundir erum við að leggja lokahönd á Mundilfara vetrarins og það styttist í birtingu. Eitthvað verður um fasta liði í húsinu og þá geta félagsmenn einnig bókað salina í vetur fyrir sérstaka viðburði sem tengjast starfseminni. Boðið verður upp á jóga og hugleiðslu í hádeginu á miðvikudögum og föstudögum og bæði grafarskraf og ævintýrahópur Helga Garðars halda sinni dagskrá. Nánar síðar. Undirbúningur félagsskírteina er í gangi og hægt verður að sækja skírteini í húsið.

Unnið er að því að bæta hljóðvist í salnum en stefnt er á að taka nýtt og betra hljóðkerfi í notkun í næstu viku.

Við erum komin í samband við Minjastofnun hvað varðar uppgerð á húsinu en stóri draumurinn er að koma því aftur í upprunalega mynd eins og sést hér til vinstri. Með því að velja félagið okkar sem lífsskoðunarfélag hjálpar þú til við að láta drauminn rætast en sóknargjöld geta nýst til þess. Hér er hægt að velja lífsskoðunarfélag.

Félagsmenn sem hafa þekkingu og áhuga á viðhaldi og endurgerð gamalla húsa eru hvattir til að hafa samband í skilaboðum á Facebook en til stendur að stofna sérstaka nefnd um verkefnið.

Þangað til næst – Góða helgi!