Jóga og hugleiðsla í hádeginu – opið fyrir byrjendur og lengrakomna

Höfundur greinar
Lífspekifélagið
Birt þann
September 17, 2025

Alla miðvikudaga og föstudaga frá 12:00-13:15 í salnum niðri

Félagar í stúkunni Mörk bjóða félagsmönnum og vinum í ókeypis jógatíma í hádeginu. Milt yoga í 75 mínútur með fjölbreyttum æfingum. Boðið er upp á mismunandi útfærslur svo allir geti tekið þátt, óháð reynslu. Áherslan er á líkamsvitund, jafnvægi, styrk og einbeitingu. Í lokin njótum við góðrar slökunar.
Tíminn hentar bæði byrjendum og lengra komnum. Gott er aðtaka með eigin dýnu ef þú átt, en við erum með nokkrar á staðnum.

Eva Rós Gústavsdóttir, meistaranemi í sálfræði og jógakennari, kennir á miðvikudögum og Arngrímur Sigmarsson, kerfisstjóri og jógakennari, á föstudögum.

Tekið við frjálsum framlögum sem renna til Lífspekifélagsins en nánari upplýsingar er að finna á Facebook.

Aðrar fréttir