Tímaritið Gangleri kemur út einu sinni á ári, er 160 bls. í hvert sinn og hefur komið út samfellt frá árinu 1926.
Póstfang: Pósthólf 1257, 121 Rvík.
Ritstjóri Ganglera er Dr. Dr. Pétur Pétursson prófessor emeritus og aðstoðarritstjóri er Pálína Sigurðardóttir.
Sími Ganglera er 699-6657.
Netfang: ritari(hjá)lifspekifelagid.is
Efnisskrá Ganglera frá upphafi
Það er hlutverk Ganglera að beina athygli manna að nauðsyn þess að taka manninn sem lifandi veru, andlega veru, til jafn samviskusamlegrar rannsóknar og beitt hefur verið við heim efnisins.
Því aðeins að það fáist dýpri skilningur á eðli mannsins er þess að vænta að það finnist betri lausn á vandamálum hans.
Gangleri kom upphaflega út í fáum vélrituðum eintökum á árunum 1920-1925. Fyrsta eintakið kom út í janúar 1920, rétt fyrir formlega stofnun Íslandsdeildarinnar.
Hægt er að nálgast nokkur af fyrstu eintökunum inni á www.timarit.is