Lífspekifélagið - The Theosophical Society er alþjóðleg hreyfing sem rannsakar heimspeki, lífsgildi, vísindi, listir og málefni andans. Félagið var upprunalega stofnað árið 1875 í New York og starfsemi hófst í Reykjavík 17. nóvember 1912 en Íslandsdeild Lífspekifélagsins var stofnuð árið 1921.
Lífspekifélagið (hét áður Guðspekifélagið) var fyrsta félagið sem vakti athygli á austrænum viðhorfum á Vesturlöndum.
Það var líka fyrsta félagið sem hvatti til frjálsrar stúdíu á dulrænum fræðum almennt, bæði austrænum og vestrænum.
Með því að velja Lífspekifélagið sem lífsskoðunarfélag hjá Hagstofunni styður þú við umgjörð og starfsemi félagsins.
Í Lífspekifélaginu getur þú kynnst á tiltölulega stuttum tíma, straumum og stefnum í andlegum málum; lært um athyglisverðar bækur og tímarit og kynnst öðru fólki sem hefur svipuð áhugamál; lært af reynslu annarra og miðlað um leið þínum eigin skilningi.
Bækur og námskeið
Bækur og námskeið
Við stöndum fyrir viðburðum og vinnustofum sem hlúa að persónulegum vexti, stuðla að einingu og kanna leyndardóma lífsins og meðvitundarinnar.