Categories
Fréttir

Nýr deildarforseti Lífspekifélagsins

Haraldur Örn Erlendsson var kosinn nýr deildarforseti Lífspekifélags Íslands á aðalfundi félagsins sem haldinn var kl. 20 þann 5. maí 2022 og mun hann taka við af Jóni Ellert Benediktssyni.

Nýir aðilar í stjórn voru kosnir Anna Ottesen og Gunnlaugur Garðarsson og munu þau taka við af Birgi Bjarnasyni og Brynju Gísladóttur.

Nýir aðilar í varastjórn voru kosnir Melkorka Edda Freysteinsdóttir, Sveinbjörn E. Y. Gestsson og Ragnar Jóhannesson.

Skoðunarmenn reikninga verða áfram Ólafur Magnússon og Gunnar Másson.

Mjög góð mæting var á aðalfundinn.