Sumarsamvera Lífspekifélagsins – seinni dagur
Hótel Kríunes Vatnsendi, KópavogurLaugardagur 25. júní að Hótel Kríunesi, Vatnenda
10:00 Hugleiðing.
10:30 Kristinn Ágúst Friðfinnsson: Tengsl.
12:00 Hádegisverður.
13:30 Gönguferð um nágrennið.
14:30 Atriði í umsjá Önnu Valdimarsdóttur, sálfræðings og Valdimars Sverrissonar: Ljós í myrkri.
16:00 Síðdegiskaffi.
16:30 Anna Bjarnadóttir leiðir æfingar í Spring Forest Qigong.
17:30 Smiðja: Að mæta áskorunum lífsins.
19:00 Kvöldverður.
20:00 Adrian Sydenham: Krishnamurti and rethinking Education (Krishnamurti og menntun hugsuð upp á nýtt).
21.30 Almennar umræður.
Í ár fáum við góðan gest á sumarsamveruna. Sá heitir Adrian Sydenham og er fyrrverandi skólastjóri Brockwood skólans á Englandi, heimavistarskóla fyrir ungmenni/unglinga á aldrinum 14-19 ára sem Jiddu Krishnamurti stofnaði árið 1969. Adrian mun flytja tvö erindi á samverunni, annað tengt H.P.Blavatsky en hitt J. Krishnamurti. Verða erindin jafnóðum þýdd yfir á íslensku.
Einn af dagskrárliðum í ár er smiðja um einkunnarorð samverunnar.
Gera má ráð fyrir að félagar í Lífspekifélaginu hafi áhuga á því sem við köllum innra líf og þekki af eigin raun hinar ýmsu áskoranir sem setja má í samband við það. Hver eru tengsl þessara margvíslegu áskorana og hins innra lífs? Og hvaða hlutverki gegna þær í innri þroska okkar og andlegri vöknun? Áskorun er almennt sett í samband við ytri kringumstæður sem við lendum í eða eitthvað sem hendir okkur og þurfum að takast á við. En þegar þessar áskoranir eru grannt skoðaðar, þá kemur oft í ljós að þær eru í beinu sambandi við tiltekið skref í andlegri rækt okkar. Ytri hvati reyndist nauðsynlegur til að fá eitthvað sem var óljóst til staðar hið innra til að blómstra og verða að fullu meðvitað. Í vissu tilliti mætti þá líta á þessar áskoranir sem eins konar fæðingarhríðir. Í því tilliti eru ytri og innri sitthvor hliðin á sama ferlinu og verður eiginlega ekki aðgreint. Lífið er í sjálfu sér hvorki ytra né innra. JEB