Hleður Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • Þessi viðburður er liðin hjá.

Aðalfundur Lífspekifélagsins.

5 maí @ 20:00 - 22:00

Eingöngu félagar hafa rétt til að sitja fundinn. Fundurinn hefur verið auglýstur á löglegan hátt og fundarmenn eru beðnir um að samþykkja lögmæti fundarins.

Kjörgengir, í öllum kosningum, eru þeir sem sem hafa verið í félaginu a.m.k. síðastliðið eitt ár og greitt félagsgjald, en einnig félagar sem eru gjaldfríir vegna aldurs og hafa verið meira en ár í félaginu.

Dagskrá:

1. Skýrsla deildarforseta.

2. Gjaldkeri gerir grein fyrir ársreikningum félagsins og Ganglera.

Reikningar hafa verið skoðaðir og verða bornir undir samþykki.

3. Kosið um deildarforseta til eins árs. Í kjöri eru Jón Ellert Benediktsson og Haraldur Erlendsson. Atkvæðagreiðslan er leynileg.

4. Kosið um tvo menn í stjórn til tveggja ára. Tilnefningar sem komið hafa til stjórnar eru: Anna Ottesen, Ragnar Jóhannesson, Gunnlaugur Garðarsson og Pálína S Biasone Sigurðardóttir.

Kosið verður um hvern og einn með handaruppréttingu og þeir tveir sem hljóta flest atkvæði verða í stjórn.

5. Kosið um þrjá menn í varastjórn til eins árs. Heimilt að endurkjósa. Tilnefningar sem komið hafa til stjórnar Melkorka Edda Freysteinsdóttir, Sveinbjörn Gestsson og Gunnlaugur Garðarsson.

6. Kosið um tvo skoðunarmenn reikninga. Nú eru það Ólafur Magnússon og Gunnar Másson.

7. Ákveð árgjald næsta árs.

8. Önnur mál. Orðið laust.

9. Ákveða um stað fyrir næsta aðalfund. Venja að haldinn sé í Reykjavík. Engin tillaga um annað.

Upplýsingar

Dagsetning:
5 maí
Tími:
20:00 - 22:00

Skipuleggjandi

Lífspekifélagið

Staður

Lífspekifélag Íslands
Ingólfsstræti 22
Reykjavík, IS 101 Iceland
+ Google kort
Skoða Staður vefsíðu

Fræðslufundir félagsins eru öllum opnir og endurgjaldslausir.

Við biðjum þó þá gesti sem geta að styrkja félagið með 1.000 kr. til að standa undir veitingum og aðstöðu.

Námskeið, æfingar og hugleiðslur geta kostað en þá er þess getið í texta.